Kaupa hér

Björgólfur Thor Björgólfsson í ítarlegu viðtali. Björgólfur Thor, sem
hefur síðustu tvo áratugi verið talinn auðugasti Íslendingurinn, hefur
ekki verið í viðtali í íslenskum fjölmiðli svo árum skiptir.


María Björk Ein­ars­dótt­ir, sem tók við forstjórastarfinu hjá Símanum
á síðasta ári, verður í viðtali. María Björk á farsælan feril í
viðskiptalífinu en hún var áður framkvæmdastjóri Ölmu íbúðafélags
og fjármálastjóri Eimskips.

Ítarleg úttekt verður á verðbréfasjóðum og ávöxtun þeirra síðustu
fimm ár borin saman.


Fjallað verður um veitingaveldi viðskiptafélaganna Nuno Servo og
Bento Guerrero en þeir eiga fjölda veitingastaða í Reykjavík, meðal
annars Apótekið.

Auk þessu er í tímaritinu skemmtilegt léttmeti. Þar sem sumarið
nálgast þá verða nokkrir úr viðskiptalífinu fengnir til segja frá sínum
uppáhalds áfangastöðum erlendis. Að venju verður fjallað um bíla
og svo verður rýnt í áhugaverðar fréttir úr sögu Frjálsrar verslunar
en blaðið var fyrst gefið út í byrjun árs 1939.


Hægt er að kaupa
tímaritið hér í
lausasölu og fengið
það heimsent

Mikilvægt er að gefa upp nafn og heimilisfang í næsta
skrefi þar sem bókin verður send á það heimilisfang.
Einungis er boðið upp á sendingu innanlands.

Fáðu öll tölublöð Frjálsrar verslunar
send heim fyrir 16.990. krónur á ári